Er hagstætt að taka upp ameríska kerfið?

Ég las fréttina um að slökkvuliðsmenn séu ekkert að gera annað en að sinna sjúkraflutningum

og hafa þessvegna engann tíma til að æfa sig í slökkvustörfum og getur það komið niður á vinnuni þegar virkilega reynir á.

Það sem ameríkanar gera er að hafa fastráðna menn í sjúkraflutningum og fastráðna í slökkvistörfum en slökkvuliðið tekur þátt í sjúkraflutningum ef að allir bílar eru úti og flytja þá bara þegar vantar auka bíl.

Þetta kerfi sem er á Íslandi núna virkar svosem vel í litlum bæjarfélögum þar sem slökkviliðið er ekki kallað út á hverjum degi en þetta kerfi bara gengur ekki í borg eins og Reykjavík.

Ef að sjúkraflutningar og slökkvistörf væru ekki á sömu aðilunum þá hefðu slökkvuliðsmenn tíma til æfinga.

Eins og Daði Þorsteinsson sagði " Ef þeir eru settir á vissa sjúkrabíla eru þeir í útköllum allan daginn og hafa í raun engan tíma til að sinna slökkviliðshliðinni, að viðhalda kunnáttunni þar"


mbl.is Slökkviliðsmenn hafa engan tíma til að æfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Þetta er alltaf allt á endanum um peninga. Ef að ákveðnir menn eru eingöngu í sjúkraflutningum þá þarf væntanlega að fá aðra í staðinn og það táknar raunverulega fjölgun á mannskap og kostnaði. Það sem núverandi kerfi gerir er það að nýta allan þann mannskap sem er til staðar, þannig að það eru ekki alltaf allir á vakt. Þetta yrði töluverð fjölgun ef að manna ætti allar vaktir sér.

Kaninn er með þetta aðeins flóknara, vissulega er þarna sérhæfing en mjög margar sjúkraflutningsþjónustur í BNA eru einkareknar. Þetta er ekki dæmi eins og Rauði Krossinn heldur fyrirtæki sem eru rekin með hagnaðarsjónarmiði þ.e.a.s. þetta eru dæmi sem eiga að skila gróða.

Skaz, 20.1.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

eins og hinn sem er búinn að blogga um þessa frétt sagði þá er þetta þjónusta sem á ekki að vera að spara í

Hermann Karl Björnsson, 20.1.2008 kl. 01:24

3 identicon

Annað sem er sniðugt við kerfið í Bandaríkjunum er að þeir eru oft með hóp sjálfboðaliða í slökkviliðinu sem fengið hafa viðeigandi þjálfun. Það eykur töluvert á mannskapinn sem er til staðar þegar koma stór útköll án þess að auka kostnaðinn. Við erum með sjálfboðaliða í björgunarsveitum hér, af hverju ekki líka í slökkviliðinu?

Davíð (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband