25.1.2008 | 09:07
Hvað er að skólayfirvöldum?
Í dag 25.1.08 hafa verið MJÖG óskýr skilaboð um hvort það séi skóli eða ekki. Fyrri fréttin um skólahald kom klukkan 8:02 þegar flestir ef ekki allir foreldrar hafa sent börn sín í skóla. Ef að það á að loka skólum þá ætti allavega að koma með það í fréttir tíu mínútum fyrir 8.
Hérna er fyrri fréttin sem kom klukkan 8:02:
"Skólahald fellur niður í grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandsskóla og Heiðaskóla í Hvalfjarðarsveit. Foreldrar í Reykjavík eru hvattir til þess að halda börnum heima og fylgjast með veðri og færð."
þetta eru ekki miklar upplysingar og koma alltof seint fyrir foreldra að hlaupa a eftir börnunum sínum vegna þess að þau eru farin af stað í skólann.
Eins og skólastjórar segja:"Slíkar upplýsingar hafa borist allt of seint í þeim tilfellum sem komið hafa upp í vetur. "
Þetta er staðreind að skólayfirvöld eru ekki alveg að getað skilaboðum til foreldra á réttum tíma.
Hermann.
Óljós tilmæli varðandi skólahald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála - þetta er alveg óþolandi og mjög lélegt.
Anna (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:16
Nú spyr ég bara, í sakleysi mínu...
Finnst fólki almennt það mikið að veðri eða færð að það ætti að hindra fólk í að komast á milli húsa, gangandi innan hverfisins eða akandi eftir stofnbrautum borgarinnar? Við fórum öll af stað frá heimilinu á venjulegum tíma í morgun og komumst klakklaust til skóla, leikskóla (4. bekkur) og vinnu.
En að SJÁLFSÖGÐU hefði tilkynning frá þar til gerðum yfirvöldum átt að berast í tíma ef virkilega þótti NAUÐSYN til.
Maður veit varla hvaðan á mann stendur veðrið, ef svo má að orði komast, þegar svona 'veður' er gert útaf engu. Ég bjó alla mína æsku í Breiðholtinu þar sem veðurfar er töluvert óblíðara en hjá okkur í Vesturbænum (og var enn verra fyrir 20 árum...). Þau skipti verða talin á fingrum annarrar handar sem maður fór ekki í skóla vegna veðurs á minni skólagöngu.
Auðvitað þykir manni vænt um að hagur barnanna sé framar öllu mér finnst þetta persónulega vera til þess eins að ala á 'eymingjaskap' hjá krökkunum, og þetta venur þau á að finna afsakanir fyrir öllu.
Bara gaman fyrir alla að lenda í smá vetrarævintýrum stökum og sinnum, er það ekki? :)
Sigrún Dóra (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:33
"Auðvitað þykir manni vænt um að hagur barnanna sé framar öllu mér finnst þetta persónulega vera til þess eins að ala á 'eymingjaskap' hjá krökkunum, og þetta venur þau á að finna afsakanir fyrir öllu. "
Þessu fólki sem tekur svona ákvarðanir þegar ekkert er að veðri var væntanlega kennt þetta á sínum tíma þegar það sótti grunnskóla borgarinnar sem nemendur. Og sagan endurtekur sig, grunnskólabörnin í dag læra þetta og þegar þau byrja að stunda vinnu, muna þau að ef það kemur smá snjókoma þá þurfi þau ekki að mæta í vinnuna.
Bibbi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:38
Það eru ekki skólayfirvöld sem eiga að aflýsa skólum, það er lögreglan, bara svo það sé á hreinu :)
Guðborg (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.