hvað er microsoft að pæla?

Vista er tiltörlega ný komin út og ég er rétt byrjaður að nota það en þá ætla þeir að fara að hend í okkur aðera útgáfu af windows stýrikerfi sem við þurfum svo að byrja aftur alveg frá grunni að læra á.

 á þeirr vél sem ég er með vista á fór ég ekki sjálfviljugur með það kerfi en það kom uppsett með tölvunni...

ég reyndi eins og ég gat að halda í xp "lookið" semsagt að hafa control panel bara þetta gamla góða úr 95,2000

 

ég notaði aldrei control panel í xp sem var rugl... ég bara nota þetta gamla góða.

 

ég bara spyr. HVAÐ ER MICROSOFT AÐ PÆLA?

það eru margir sem vilja ekki skipta yfir í vista afvþí að það er ennþá meingallað og þá ákveða þeir bara að búa til nýtt stýrikerfi til að gera vista úrelt strax 


mbl.is Næsta útgáfa af Windows „einhverntíma á næsta ári“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kæmi mér ekkert á óvart að það kæmi út ný Windows útgáfa innan árs eða svo, við höfum séð þetta áður er Windows ME kom út og innan skamms tíma þá kom Windows XP.

Windows Vista = Windows ME
Windows 7 = Windows XP 

held að það muni allir eftir því hve mikið rusl windows ME var með BSOD, driver vandamál og svo fr. og hve miklu betra stýrikerfi windows XP var. Maður vonar bara að stökkið í gæðum verði svipað eða betra í Windows 7 

Jon Soring (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 06:48

2 Smámynd: Skafti Elíasson

Djöfull er ég sammála ég spurði mig nákvæmlega "HVAÐ ERU ÞEIR AÐ PÆLA" einnig notaði ég líka gamla control panel.. ég er enþá að nota xp en ég þoli ekki að vinna á vista.

Skafti Elíasson, 8.4.2008 kl. 11:58

3 identicon

Skil ekki hvað fólk er að gráta undan Windows Vista.

Það er mikið betra kerfi en Windows XP getur nokkurntímann orðið :)

Margfalt betri vinnsla og nýtir öll resources betur ásamt því að actually refresha minni annað en XP hefur nokkurntímann gert. 

Ólinn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 14:36

4 identicon

VISTA = Resource hog félagi.

Ef þú skoðar spekka á hugbúnaði og leikjum í dag þá er það nær undantekningalaust þannig að xp þarf til að mynda 1gb í minni en vista 2gb, og þarf fram eftir götunum.

Ég hef verið að nota vista bæði í vinnu og heima. Neyddist til þess í vinnunni vegna þess að við þurftum að finna böggana áður en frekari innleiðing á sér stað, ég bölva því á hverjum degi. Einnig er XP komið aftur inn á heimavélina!

Er með einn nýjann XPS lappa sem er með vista, var að setja inn á hann SP1, sjáum hvort það geri eitthvað. Það er nú annað mál, 450mb service pack....bara wtf ! Og þú þarft 9-13gb diskpláss til að setja þetta monster inn. Alveg "frábært" kerfi sem nýtir resources ofsalega vel :P

Ellert (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég nota XP og mér dettur ekki í Hug að fara yfir í Vista fyrr en eftir að lágmarki eitt ár. Svona þegar þeir hafa fundið allavega 95% af öllum göllum í stýrikerfinu.

En víst þetta er þá er allt eins að maður bíði bara í 3 ár þegar næsta stýrikerfi verður komið út og 95% af göllunum í því hefur verið lagaðir.

Málið með Microsoft er að þeir gefa út Stýrikerfi einu til tveimur árum áður en þau eru í raun tilbúinn. þetta hefur verið reynslan síðan 95.  

Fannar frá Rifi, 8.4.2008 kl. 22:48

6 identicon

Ættu frekar að einbeita sér að því að bæta Vista með almennilegum uppfærslum.

Ætli það verði ekki fyrst orðið almennilegt rétt áður en nýja Windows kemur... ég mun þá bíða nokkur ár áður en ég skipti.

Geiri (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:02

7 identicon

E.s. ætli þetta tengist því að Bill kallinn er ekki lengur ríkasti maður í heimi? Flýta fyrir að peningar streymi aftur til fyrirtækisins

Geiri (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:03

8 identicon

Ég vil benda á að allir geta notað Linux og það er ókeypis. 

annars varðandi þessa galla í vista, þá hefur verið tekið saman í grein tölur um galla í mac os 10.4 og 10.5 og borið við win xp og vista, það er ekki apple í hag.  reyndar eru fimm sinnum fleyri gallar í mac styrikerfunum en Windows.  Kíkið á þetta hér: http://sanil-singh.spaces.live.com/Blog/cns!CC96B3151780132A!213.entry

Jóhann (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:07

9 identicon

Undanfarin ár hafa Microsoft menn verið hreint út sagt að "skíta á sig" eins og sagt er. Reynt að efla baráttu við iPodinn með nánast copy/paste vöru, reynt að berjast við Leopardinn með gjörsamlega copy/paste vöru (Vista) svo lengi mætti telja.

Fyrirtækið hefur og mun alltaf vera "gamaldags" í hugsun með þessi mál, þar sem vinnuferillinn hjá þeim snýst um peninga fremur en notendagildi og nýjungar. Þeim hefur "alltaf" skortað smá hugvit á nýjungar sem fela ekki í sér kostnað hér og þar.

Það kýsir sér vel með þessum 6 útgáfum (ef ég man rétt) af sama kerfinu, home, business etc. Frekar myndi ég vilja sjá light útgáfu af þessu kerfi sem er ágætt fyrir utan allt draslið sem þeir eru komnir með í kerfið til þess að standa undir kerfi Apple.

Það verður fróðlegt að sjá þetta á næstu árum, sérstaklega í ljósi þess að nú eru leikjafyrirtækin kominn í samninga við Apple og því stækkar hlutdeild Apple enn hraðar að ég myndi halda á næstu árum.

Kveðja frá hörðum Apple aðdánda

Agust Gudbjornsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 10:19

10 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ekki skil ég þessa neikvæðni...

Var XP ekki nothæft fyrr en í SP2, einnig með Win2k ekki fyrr en SP4?  Ég setti inn SP1 fyrir Vista hjá mér og það lagaðist örlítið, reyndar tek ég undir það að Vista er "monster" en ég er líka með monster tölvu.

Fyrir þá sem eru að huga að því að uppfæra úr XP í Vista, mín ráðlegging er ekki gera það nema tölvan sé þeim mun stærri (eins og einhver hér á undan benti á með 2gb í stað 1 gb minni). 

Fyrir þá sem vilja hafa hlutina einfalda, þá er auðvitað bara að skella einum OpenSource Linux í geisladrifið og keyra það, alltaf frítt og basic 

Garðar Valur Hallfreðsson, 10.4.2008 kl. 11:26

11 Smámynd: Tómas Þráinsson

Það er nú mikil einföldun hjá þér Garðar að XP og Win2k hafi ekki verið nothæf fyrr en með SP2 og SP4. XP var fínt frá og með SP1 og SP2 gerði það bara verra í sumum tilfellum. Win2k var fínt frá og með SP2, en þeir gerðu það leikjavænt með SP3.

Vandamálið með Microsoft er að þeir eru voðalega mikið að reyna að hafa vit fyrir notandanum. Það vantar algjörlega að hafa möguleikann á Advanced uppsetningu fyrir þá sem vilja gera allt í höndunum og án afskipta þeirra í Richmond.

Tómas Þráinsson, 11.4.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband