"það er bara hluti af áróðrinum að halda því fram að þetta hafi verið harkalegra"

Hörður Jóhannesson er að halda því fram að aðgerir lögreglu hafi ekki verið óþarflega harkalegar.

 

en það sem ég hef heyrt af þessum mótmælum er það að kona með barn hafi verið þarna og hún úðuð með piparúða og að lögreglumenn hafi sprautað í augum á hundi sem kona var með í gönguferð.

 

er það ekki óþarfleg harka af hálfu lögreglunar og þeir sem hafa horft á öll myndböndin af þessu þá segir einn maður þar við lögregluþjón að þetta hafi verið að verða búið og þá æsti lögreglan þetta upp aftur.

 

og svo vitna ég í einn vörubílstjóran sem heitir Einar Árnason"Við erum búnir að bjóðast til þess allan tíman að færa bílana" en svo þegar nokkir bílstjórar ætluðu að færa bílana þá réðist lögreglan að þeim og handtók þá.

 

hvað með mentaskólastrákana sem voru á einu myndbandinu að spjalla saman og svo kemur gusa af piparúða yfir þá. er það ekki óþarfleg harka af hálfu lögreglunar?

 

http://www.youtube.com/watch?v=_f0GVK6wzfQ 


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara að fólk sem mætir með ungabarn á mótmælavettvang sem þennan, er ekki með öllum mjalla!!!  Barnið sést á handleggnum á konunni í einu af fréttamyndböndunum, og hún er Í MIÐRI ÞVÖGUNNI.   Hvað er að fólki?!!!  Þvílíkt ábyrgðarleysi að vera með ungabarn á stað þar sem eru óeirðir og þvílíkur múgæsingur í gangi, og að hanga þar í marga klukkutíma, því piparúðanum var ekki úðað fyrr en eftir MARGA klukkutíma umsátursástand.

Ótrúlegt (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 18:31

2 identicon

Ég er að komast að því að sumir eru einfaldlega heimskir.  Hættan á því að troðast undir verða fyrir höggi, eða einfaldlega hrasa um eitthvað þegar maður er í hópi af æstu fólk, er mikil. Allstaðar er börnum beytt í stríði (t.d sem skjöldur) í von um að stóri aðilinn veigri sér við að beyta sér af afli. Það er spurning hvort það sé hreinlega barnaverndar mál að vaða með ungbarn inn í svona kringumstæður, ef það var gert af ásettu ráði.

haha (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband